Georgía | Vagga Vínmenningar

Georgía | Vagga Vínmenningar

Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic í samvinnu við Georgíuvín standa fyrir skipulagðri hópferð til Georgíu fyrir unnendur góðra vína, vínmenningar og lystisemda lífsins. Georgía er þekkt sem vagga vínmenningar í heiminum en víngerð mannkynsins hófst þar fyrir rúmlega 8000 árum. Víngerðin og hefðirnar sem hafa skapast vegna hennar eru meðal dýrmætustu menningardjásna og eru georgísk kerjavín og víngerð viðurkennd af UNESCO sem ein af merkustu menningarverðmætum mannkyns. Orðið "vín" kemur úr georgísku máli og hvergi í veröldinni eiga fleiri vínþrúgur uppruna sinn. Í dag er sagt um georgísk vín að þau séu rísandi stjarna í heimi víngerðar svo það kemur ekki á óvart að heimsóknir ferðalanga henni tengdri verði sífellt vinsælli.

Í þessari einstöku ferð munum við skoða öll mikilvægustu víngerðarsvæði Georgíu í fylgd sérfræðings í georgískum vínum, fræðast um víngerðarsöguna, hefðir og aðferðir auk þess að smakka fjölbreytt og spennandi úrval vína. Einnig munum við kynnast einstakri matarmenningu landsins þar sem austur, vestur, suður og norður mætast á miðri Silkileiðinni með tilheyrandi fjölbreyttum menningaráhrifum. Við ferðumst víða og njótum tilkomumikils landslagsins, menningarinnar og annálaðrar gestrisni íbúa Georgíu - að taka vel á móti gestum er eitt af grunngildum þeirrar menningar.

Ferðir, hótel, vínsmökkun og fjöldi máltíða auk viðburða innifalið í þessari einstöku ferð. Takmarkað sætaframboð!

Verð

  • Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 474.400kr.
  • Verð fyrir einstaklingsherbergi 533.400kr.

Hvað er innifalið?

  • Flug með sköttum og tösku
  • Allur flutningur milli staða samkvæmt ferðaáætlun
  • Allar skoðunarferðir í ferðaáætlun og aðgangur þar sem við á
  • Öll vínsmökkun í ferðaáætlun nema annað sé tekið fram
  • Hótel með morgunmat
  • Hálft fæði
  • Íslenskur fararstjóri frá Íslandi og erlendur fararstjóri
Ferðaáætlun

Hér er að finna nákvæma ferðaáætlun þar sem farið er yfir hvern dag.

Lesa meira