Brugge | Belgía

Brugge | Belgía

Brugge er borg mótuð af ríkri sögu og miðaldalegum brag sem gefur henni rómantískan blæ sem finnst ekki hvar sem er. Hún er ein best varðveitta borg Evrópu og sést það best á söguríkum miðbænum sem er á heimsminjaskrá UNESCO í heild sinni. Hinir fjölmörgu turnspírar Brugge, tignarleg dómirkjan og klukkuturninn, hlykkjótt síkin og afslappað andrúmsloftið gerir heimsókn til Brugge ævintýralega í minningunni.

Hver er ferðaáætlunin?

Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.

Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina. 

Hvað kostar ferðin?

  • Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!

 

Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,

Hvert fer ég að versla?

Í Brussel er hægt að kíkja á Avenue Louise og skoða sig um þar. Hér er m.a. að finna mikið af vinsælum verslunum á borð við Delvaux, Chanel, Giorgio Armani, Hermes, Prada, Tod’s, Vuitton, Wolfers, Tiffany’s, Diane Von Furstenberg, Max Mara, Serneels, Crossword, Hall of Time, Natan, Degand, Cachemire Coton Soie, Kenzo, Lancel og Sandra.

 Dansaert District hefur að geyma búðir sem bjóða upp á mikið magn af framúrstefnulegum hönnuðum. Hér er m.a. að finna mikið af vinsælum verslunum á borð við Valérie Berckmans, Café Costume, Stijl, Gabriele Vintage, Hoet Optiek, Niyona, Hunting & Collecting, Els Vansteelandt, Isabelle Bajart, Think Twice, Ernest, Essentiel Antwerp, Bel'Arte, Komono og Icon.

Rétt hjá Grand-Place er Saint-Jacques District svæðið þar sem hægt er að finna spennandi tískuverslanir, klæðskera og vintage fatnað. Hér er m.a. að finna Conni Kaminski, Ramon & Valy, Sessùn, Effet Mérité, Moirés, PriveJoke og Lady Paname.

Sablon and the Marolles eru jafn þekkt fyrir antík og vintage verslanir eins og sælkerabúðir sem selja bakkelsi og súkkulaði. Á svæðinu er einnig að finna flóamarkaðinn Place du Jeu de Balle/Vossenplein. Á þessu svæði er m.a. að finna Wittamer, Dinh Van, Leysen, Costermans, Flamant Home Interior, Baobab, Au Bon Repos, Marcolini, CoCo Donuts, Lunetier Ludovic, Melting Pot, Foxhole vintage, Belge une fois, Crevette Records, Balades Sonores, Urban Therapy, Les Savons de Lyna og L'Atelier en Ville.

Vissir þú að..

Franskar kartöflur voru ekki fundnar upp í Frakklandi heldur Belgíu og gengur þar undir heitinu "frites". Einn vinsælasti réttur heimamanna eru franskar kartöflur með majónesi og er þessi réttur það vinsæll að í Brugge er hægt að heimsækja Frietmuseum og kynna sér söguna!

Fyrir matgæðingana er hægt að skella sér á The Potato Bar og  fá sér kartöflurétt. Hefðbundnar franskar og fylltar kartöflubollur með ál eða aspas svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel barinn sjálfur er búinn settur saman úr kartöflukössum.

Brugge er alls ekki stærsta borg Evrópu en státar þó af fleiri en 80 brúm. Þetta er gríðarlega hentugt í ljósi þess hversu mörg síki liggja um borgina.

Það búa ekki nema tæplega 120 þúsund manns í Brugge en borgin var heimsótt af um 8 milljónum ferðamanna árið 2019!

Brugge var hernumin af Þjóðverjum í báðum heimsstyrjöldum og í bæði skiptin slapp borgin við teljanlegar skemmdir.

Skoðunarferðir í boði í Brugge

Í boði eru spennandi og skemmtilegar ferðir með íslenskumælandi fararstjóra. Ferðirnar fela í sér kynningu á listum og menningu staðarins auk sögu og mannlífs.

Lesa meira