Borgarferð um Gdansk
Gdansk er ein af fegurstu borgum Póllands. Skoðunarferðin sýnir það besta sem borgin hefur upp á að bjóða.
Þú kemur til með að ganga um gamla bæinn sem hefur söguleg tengsl við höfnina sem gerir hann afar sérstakan. Þú munt sjá það helsta svo sem hið sérstaka hlið Cran Gate, Langa markaðstorgið (Long Market Square) með Neptun gosbrunninum og Artus Court sem var samkomustaður Hansa kaupmanna og miðstöð félagslífsins í borginni auk ráðhússins sem hefur að geyma 37 bjöllur. Byggingar frá endurreisnartímabilinu eru víða í borginni. Aðrar byggingar eins og Fangelsisturninn og hina þekktu St. Marys kirkju með sína frægu og gríðarstóru klukku sem var búin til af Hans Duringer árið 1464. Skoðunarferðin kemur til með að enda við hótelið.
Innifalið: Rúta, aðgangur að Sankti Marys kirkju og Arthus Court auk enskumælandi leiðsögumanns. Við bjóðum hópum upp á íslenskumælandi fararstjóra ef óskað er eftir því áður en farið er frá Íslandi.
Lengd: 4 tímar - hefst klukkan 09.30
Dagsferð til Malbork kastalans og Zulaway Wislane svæðisins
Malbork kastalinn er eitthvað sem allir sem koma til Gdansk ættu að sjá. Á árunum 1274-1457 var Malbork aðsetur riddarareglunnar Order of Brothers of the German House of Saint Mary in Jerusalem. Kastalinn er stærsta miðaldarvirki sinnar tegundar í Evrópu og hefur lengi verið á minjaskrá UNESCO. Kastalinn er umlukinn sterkum varnarveggjum með stórum hliðum og ógnarmiklum turnum. Í ferðinni stoppum við i hinu fallega Wislane sveitahéraði og skoðum timburhús sem voru byggð af hollenskum landnemum á 17.öld.
Innifalið: Rúta, aðgangur að Malbork kastala með staðarleiðsögumanni, 3ja rétta hádegisverður með vatni og enskumælandi leiðsögumaður. Við bjóðum hópum upp á íslenskumælandi fararstjóra ef óskað er eftir því áður en farið er frá Íslandi.
Lengd: Dagsferð - hefst klukkan 09:30
Dagsferð til Kaszuby vatnahéraðsins
Viljir þú upplifa eintaka fegurð Pólskrar náttúru er upplagt að fara í skoðunarferð til Kaszuby vatnahéraðsins. Svæðið hefur verið kallað hið pólska Sviss vegna fegurðar sinnar. Svæðið einkennist af kristaltærum vötnum, skógum og lifandi menningu.
Við byrjum ferðina á að heimsækja Kartuzy sem er höfuðborg Kaszuby héraðsins þar sem við skoðum eitt fallegasta byggðasafn Póllands. Síðan förum við til Ostrzyckie vatns og Chmielno þorpsins þar sem við munum skoða hundrað ára gamla vinnustofu listamanna sem sköpuðu leirmuni. Að því loknu keyrum við aftur til Gdansk.
Innifalið: Rúta, aðgangur að safninu i Kartuzy, aðgangur að leirmunasafninu í Chmielno, enskumælandi leiðsögumaður og 3ja rétta hádegisverður með vatni. Við bjóðum hópum upp á íslenskumælandi fararstjóra ef óskað er eftir því áður en farið er frá Íslandi.
Lengd: Dagsferð - hefst klukkan 09:30
ATH: Í boði er Kashubian þjóðsýning en verð fer eftir lengd sýningar. Sýningin er greidd á staðnum.
Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.