Kraká er virkilega falleg miðaldaborg og var höfuðborg Póllands í hundruði ára en sögu hennar má rekja aftur til 7. aldar. Heimsókn til Kraká er yndisleg upplifun og margt að sjá en fjórðung af öllum safngripum pólsku þjóðarinnar er að finna þar. Hér er mikið metnaðarfullum veitingastöðum og hæglega hægt að gera vel við sig eftir að hafa nýtt daginn í að kynna sér sögu borgarinnar.
Hver er ferðaáætlunin?
Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.
Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina.
Hvað kostar ferðin?
- Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!
Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,
Hvert fer ég að versla?
Galeria Kazimierz er í 2.6km fjarlægð frá aðaltorginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Douglas, Inglot, Rossmann, Sephora, Apart, Pandora, Swarovski, Swiss, Calzedonia, Big Star, CCC, Ecco, Rylko, Wittchen, Mammut, Zara, Weekday, Stradivarius, Reserved, Monnari, Morgan de Toi, Karina Bulawa, H&M, Guess, United Colors of Benetton og Gerry Weber.
Galeria Krakowska er í 2.3km fjarlægð frá aðaltorginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Douglas, Inglot, MAC, Rossmann, Yves Rocher, Rolex, Swarovski, Jubitom, Big Star, Calvin Klein, Big Star, H&M, Hugo Boss, Lacoste, Marc O'Polo, Massimo Dutti, Pull & Bear, Reserved, Zara, Tommy Hilfiger, Clarks, Michael Kors, Jack Wolfskin, The North Face, Chantelle, Bershka, Desigual, Gerry Weber, Mango, Olimpia, Stradivarius og MaxMara.
Sukiennice er við aðaltorgið í gamla bænum og í kringum ~1500 var þetta miðpunktur viðskipta í borginni, bæði fyrir innflutning á framandi varningi úr austri og útflutnings. Í dag hýsir byggingin fjöldan allan af sölubásum sem selja allskonar handverk eins og skartgripi úr rafi, silfri og gulli og listaverk úr viði auk minjagripa.
Bonarka Center er í 4.9km fjarlægð frá aðaltorginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Bershka, Big Star, Calzedonia, Diverse, Giacomo Conti, Guess, H&M, Levi's, Intimissimi, Massimo Dutti, Monki, Pull&Bear, Reserved, Stradivarius, Timberland, Zara, Deichmann, Footlocker, Ecco, Under Armour, Douglas, Inglot, Sephora, Yves Rocher, Samsung, Jubitom og Swiss.
Centrum Serenada er í 5.9km fjarlægð frá aðaltorginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Inglot, Rossmann, Organique, Sephora, Schubert Jubiler, W. Kruk, Xiaomi, iDream, Bershka, Big Star, by Insomnia, Esotiq, Guess, H&M, Maravilla, Massimo Dutti, Orsay, Pierre Cardin, Pull&Bear, Stradivarius, Recman, Van Graaf, Zara, Vissavi, Venezia, Rylko og Deichmann.
Vissir þú að..
Gamli bærinn er einstakur útaf fyrir sig en bæði hann og Wieliczka saltnámurnar voru á fyrsta lista heimsminjaminjaskrár UNESCO árið 1978 ásamt pýrmídunum í Egyptalandi og Kínamúrnum en í dag eru yfir 900 staðir og minnismerki á þessum lista.
Kraká hefur verið miðstöð menntunar, menningar og lista í Póllandi frá stofnun hennar. Kraká hefur uppá margt að bjóða fyrir ferðamanninn, hér er fjöldinn allur af áhugaverðum söfnum, sögufrægum byggingum og spennandi stöðum sem hægt er að skoða.
Oscar Schindler safnið og verksmiðjan er einungis um 6km frá gamla bænum. Vert er að taka fram að safnið leggur meiri áherslu á sögu Kraká fram að Seinni Heimsstyrjöldinni og sögu hennar meðan á henni stóð heldur en aðkomu Schindlers. Safnið þykir einstaklega vel heppnað, það dregur ekki úr hryllingi stríðsins en gerir það þó af mikilli nærgætni.
Wieliczka saltnámurnar sem eru í um 15km fjarlægð frá Kraká voru meðal þeirra elstu sem enn unnu salt, fram til 2007 þegar að því lauk. Námurnar hafa verið hluti af heimsminjaskrá UNESCO síðan 1978 og Bochnia saltnámurnar sem eru ekki langt frá voru einnig settar á þann lista árið 2010. Hér er margt að sjá eins og St. Kinga kapelluna sem er á 101m dýpi, býr yfir 11m lofthæð og er um 465m² á stærð. Kapellan var meitluð út úr saltinu af tveimur bræðrum yfir 30 ára tímabil og um 20.000 tonn af salti voru fjarlægð úr námunum við þá vinnu. Námurnar sjálfar ná niður á 327m dýpi og eru tæpir 200km á lengd. Að gera sér dagsferð til Wieliczka er tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
St. Mary's Basilica var vígð árið 1320 eftir að hafa verið endurbyggð í kjölfar þess að eldri byggingin var jöfnuð við jörðu af Mongólum þegar þeir réðust inn í Pólland. Hún var í stöðugri þróun allt til 1891 og útlit hennar því undir margskonar áhrifum. Hejnał mariacki er afar mikilvægur hluti af pólskri menningu en undir lok hverrar klukkustundar er blásið í lúður af hæsta turni basilíkunnar og hádegisblæstrinum er útvarpað um allt Pólland. Þjóðsagan segir að þegar Mongólar réðust á borgina árið 1241 hafi vörður séð herinn nálgast og varað borgarbúa við með því að blása í lúðurinn og því hafi tekist að loka borgarhliðinu. Basilíkan er staðsett í hjarta borgarinnar og er eitt þekktasta kennileiti hennar.
Rynek Glówny er aðaltorg borgarinnar og var byggt í núverandi mynd árið 1257. Torgið hefur aðallega verið miðstöð verslunar í borginni í gegnum aldirnar en auk þess verið miðpunktur sögufrægra atburða en hér fóru fram aftökur fanga á miðöldum, krýningar athafnir og hátíðarhöld. Nafni torgsins var tímabundið breytt í Adolf-Hitler-Platz á milli áranna 1939-1944 þegar að Nasistar fóru með stjórn borgarinnar. Hér er fjöldinn allur af notalegum veitingastöðum, kaffihúsum, börum og bjórgörðum auk allskonar verslana og sölubása sem gaman er að skoða. Á kvöldin sýna götulistamenn kúnstir sínar og spiluð lifandi tónlist sem gaman er að njóta.
Wavel Kastalinn var byggður að ósk konungsins Casimir III og er einn sá stærsti í Evrópu. Kastalinn samanstendur af byggingum frá ólíkum tímabilum í menningarsögu Evrópu og hér er hægt að sjá flestar tegundir arkitektúrs Evrópu frá miðaldar-, endurreisnar- og barokk tímabilunum. Hann var aðsetur þjóðhöfðinga Póllands í aldanna rás og í dag er hann eitt glæsilegasta listasafn landsins.