Skoðunarferð um gamla bæinn í Tallinn
Í þessari skoðunarferð bæði keyrum við og göngum um borgina og fáum innsýn í hvernig líf borgarbúa hefur verið á miðöldum. Við skoðum virkisvegginn frá 16. öld sem umlykur gamla bæinn auk St. Birgitte klausturs rústanna. Við komum einnig til með að skoða Alexander Nevski dómkirkjuna og Toompea kastalann sem í dag er þingishús landsins. Við kynnumst sögu borgarinnar og fræðumst um allra merkilegustu tímabil hennar, meðal annars sem miðstöð alþjóðlegra viðskipta og þeirrar velmegunar sem varð til vegna þess. Í gamla bænum er að finna fjöldan allan af handverkssbúðum þar sem listamenn selja vörur sínar, veitingastaði í fornum húsum og heillandi arkitektúr fyrri alda. Skoðunarferð um gamla bæinn er ævintýraleg upplifun!
Innifalið: Rúta, enskumælandi leiðsögumaður og fararstjóri.
Lengd: 3 tímar - hefst klukkan 14:00
Skoðunarferð um Kadriorg höllina og Pirita svæðið
Kadriorg höllin er í um 20 mínútna keyrslu frá miðbæ Tallinn. Rússneski keisarinn Pétur Mikli hóf vinnu við smíði hallarinnar árið 1718 sem gjöf handa Katrínu eiginkonu sinni og var hún hönnuð af arkitektinum Nicola Michetti en sagan segir að keisarinn hafi sjálfur lagt fyrsta steininn. Í dag er höllin málverkasafn og er þar til sýnis glæsilegt safn af innfluttum listaverkum, þar eru yfir 900 málverk frá 16 - 20. öld, 3.000 höggmyndir og um 1.600 skreyttir listmunir eins og húsgögn og listaverk úr gleri. Kadriorg höllin er talin ein fegursta bygging Eistlands og vitnisburður um hugvitssemi þeirra sem komu að byggingu hennar. Garðurinn umhverfis höllina er virkilega fallegur og hiklaust þess virði að skoða.
Pirita er skógi vaxið svæði utan við miðbæinn sem liggur við sjóinn. Við munum skoða snekkjuhöfnina sem var notuð þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Sovetríkjunum. Frá ströndinni er mjög fallegt útsýni yfir Tallinn flóann. Á þessu svæði finnum við einnig rústir St. Birgitte klaustursins frá 15. öld.
Innifalið: Rúta, fararstjóri og leiðsögn um Kadriorg höllina og safnið auk aðgangs að þeim.
Lengd: 3-4 tímar - hefst klukkan 09:30
Skoðunarferð til Rocca al Maare og eistneska byggðasafnsins
Safnið er í um 20 mínútna keyrslu frá miðbæ Tallinn og er rétt fyrir utan borgina. Þar er einstakt safn eistneskra bygginga á 79 hektara stóru svæði við sjóinn. Við göngum í gegnum fallegt skógarsvæði við ströndina þar sem sjá má ósvikin 18 -19. aldar arkitektúr eins og bændabýli, vindmyllur, vatnsmyllur og kapellur ásamt húsgögnum og húsmunum frá þessum tíma. Þarna sýna starfsmenn safnins okkur hvernig lifsháttum fólks á fyrri tímum var háttað. Þessi skoðunarferð er sérlega skemmtilegt tækifæri til að fræðast um sögu svæðisins og íbúanna í gegnum aldirnar.
Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að safni.
Lengd: 3-4 tímar - hefst klukkan 09:30
Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.