Dagur 1 | 31. Október
Við eigum flug frá Íslandi til Amsterdam klukkan 07:40 og er áætluð lending þar klukkan 11:55. Við gistum í Amsterdam eina nótt og er frjáls tími þennan dag.
Dagur 2 | 1. Nóvember
Við eigum flug frá Amsterdam til Entebbe í Úganda klukkan 10:05. Við millilendum í Kigali, höfuðborg Rúanda, á leiðinni og er áætluð koma til Entebbe klukkan 22:50 þar sem tekið verður á móti okkur og við keyrð á hótelið okkar, Protea Hotel Entebbe. Keyrslan milli flugvallar og hótels ætti að taka um hálfa klukkustund.
Dagur 3 | 2. Nóvember
Hefjum daginn með morgunverði áður en lagt er af stað í ferðalag um hæðir og te plantekrur á leið okkar til borgarinnar Fort Portal - Kabarole á tungumáli heimamanna. Við munum staldra við og njóta hádegisverðar þar áður en við endum daginn í þorpinu Kibale þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum yfir nótt á Chimpundu Lodge.
Ferðalag dagsins tekur okkur um sjö klukkustundir.
Dagur 4 | 3. Nóvember
Hefjum daginn snemma. Við tökum með okkur morgunverð sem nesti og förum til móts við leiðsögumenn okkar og farangursbera sem munu taka okkur í gönguferð um regnskóginn. Á göngunni munum við njóta þess sem fyrir augu ber, nátturu og dýralífið í skóginum við Rwenzori fjallgarðinn.
Gangan sjálf mun taka okkur um sex klukkustundir og endum við daginn með kvöldverði í göngubúðum þar sem við gistum yfir nótt.
Dagur 5 | 4. Nóvember
Að loknum morgunverði göngum við aftur niður hlíðar Rwenzori. Að lokinni göngunni keyrum við áleiðis til borgarinnar Mbarara sem er næst stærsta borg landsins með viðkomu í Fort Portal þar sem við borðum saman hádegisverð.
Göngutími dagsins er um sex klukkustundir og að henni lokinni tekur við um þriggja tíma löng keyrsla til Mbarara þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á sléttuhótelinu Emburara Farm Lodge. Frjáls tími og afslöppun það sem eftir lifir dags.
Dagur 6 | 5. Nóvember
Morgunverður á hóteli. Dagskráin þennan daginn er óvenjuleg og einstök upplifun sem lifir lengi í minni - við fáum að taka þátt í daglegum verkum bænda svæðisins, þar á meðal mjólkun, vökvun og umsjón hjarðar af Ankole nautgripa, sem bera löng og tilkomumikil horn á höfði, á meðan þau eru leidd á beit.
Að loknu gefandi dagsverki komum við saman og eigum notalega stund við varðeld á gresjunni, borðum saman og njótum kvöldsins við gresjuna.
Við gistum áfram á Emburara Farm Lodge.
Dagur 7 | 6. Nóvember
Morgunverður á hóteli og að honum loknum tekur við safarí ferð um Queen Elizabeth National Park. Í þessari ferð munum við fá tækifæri til að sjá hina fjölbreyttu og framandi fánu dýralífs svæðisins, þar á meðal fíla, ljón og vísunda svo eitthvað sé nefnt.
Seinnipartinn förum við í bátsferð um Kazinga Channel ána/sundið sem tengir saman Lake Edward og Lake George stöðuvötnin. Þessi staður er sérstakur að því leyti að hann er heimili flestra flóðhesta [per ferkílómeter] á heimsvísu, að auki gefst tækifæri til að sjá krókódíla og hinar ýmsu fuglategundir.
Keyrsla þennan daginn er um fjórar klukkustundir.
Við gistum áfram á Emburara Farm Lodge.
Dagur 8 | 7. Nóvember
Eftir morgunverð keyrum við til Bwindi Impenetrable Forest þjóðgarðsins, skráum okkur þar inn á hótelið okkar Mahogany Springs Lodge og njótum síðan frjáls tíma það sem eftir lifir dags að undanskildum sameiginlegum kvöldverði. Frábært tækifæri til að safna kröftum fyrir gönguna daginn eftir.
Keyrsla dagsins mun taka um sex klukkustundir.
Dagur 9 | 8. Nóvember
Morgunverður á hótelinu. Við leggjum af stað í göngu dagsins um Bwindi regnskóginn á slóðir górilla. Reynslumiklir skógar-/þjóðgarðsverðir munu leiða okkur inn í skóginn þar sem við munum verja um klukkustund í að fylgjast með hópi af górillum í þeirra náttúrulega umhverfi.
Gangan sjálf mun taka um fjórar til sex klukkustundir, endanleg tímalengd ræðst af staðsetningu górillanna.
Við endum daginn á hótelinu okkar Mahogany Springs Lodge sem við gistum áfram á og njótum saman kvöldverðar þar.
Dagur 10 | 9. Nóvember
Að loknum morgunverði keyrum við til borgarinnar Jinja. Á ferðalaginu munum við staldra við á nokkrum stöðum eins og bænum Buwama, njótum útsýnis, tökum ljósmyndir og borðum hádegisverð.
Eftir að við höfum skráð okkur inn á hótelið okkar, Jinja Nile Resort, er sameiginlegur kvöldverður og frjáls tími það sem eftir lifir dags.
Ferðalag dagsins mun taka okkur um níu klukkustundir.
Dagur 11/12 | 10 - 11. Nóvember
Morgunverður á hótelinu. Fyrri part dagsins förum við saman í notalega og afslappaða bátsferð um þann hluta ánnar Nílar sem er í Úganda og seinni partinn verðum við keyrð aftur til borgarinnar Entebbe þar sem við eigum flug klukkan 23:55 til Amsterdam, áætluð lending þar klukkan 06:50 þann 11. Nóvember.
Keyrslan þennan dag í Úganda mun taka um þrjár klukkustundir.
Við eigum síðan flug frá Amsterdam til Keflavíkur klukkan 12:55 og er áætlaður lendingartími heima á Íslandi klukkan 15:25.