Georgía er gullfallegt land sem skartar mörgum og tignarlegum fjöllum. Mikil og fjölbreytt náttúrufegurð einkennir landið sem býr yfir ríkri og spennandi sögu menningar. Í þessari ferð komum við til með að njóta náttúru og menningar þessa tilkomumikla lands og gestrisnu þjóðar.
Verð
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 598.900kr.
- Verð fyrir einstaklingsherbergi 648.400kr.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku.
- Allur flutningur milli staða samkvæmt ferðaáætlun.
- Aðgangur þar sem við á samkvæmt ferðaáætlun.
- Hótel með morgunmat.
- Fullt fæði í Georgíu.
- Tvær flöskur af vatni á hverjum degi í Georgíu.
- Íslenskur fararstjóri frá Íslandi og enskumælandi georgískur fararstjóri.
- Fjallaleiðsögumaður þar sem það á við.
- Skoðunarferð um Tbilisi.
- Súlfúr bað.