Skoðunarferð um Riga
Þessi skoðunarferð er tileinkuð sögu borgarinnar sem nær aftur lengra en 800 ár. Borgin og saga hennar hefur verið mótuð af hlutverki hennar sem einskonar brú milli Vestur og Austur Evrópu og var lengi vel miðstöð verslunar á svæðinu. Fólk fluttist til Riga frá allri Evrópu og jafnvel öðrum heimsálfum og má sjá ummerki þess í arkitektúr borgarinnar og listaverkum.
Við munum njóta gamla borgarhlutans og kynna okkur sögu hans. Meðal þess sem við munum heimsækja er Dome Square/Cathedral, Riga Castle, Town Hall, House of Blackheads, Swedish Gates, Jacob’s Barracks, Liivs’ Square og fleira.
Einnig munum við fara og smakka svokallaðan Black Balsam líkjörinn sem var búinn til af Abraham Kunze á 18. öld. Þessi líkjör samanstendur af 24 mismunandi hráefnum og mælist með 45% vínanda. Auk þess að smakka munum við fá stutta kynningu og fræðslu um uppruna líkjörsins.
Innifalið | Rúta og leiðsögumaður.
Lengd | 3 tímar.
Verð | 10.500kr.
Bóka verður með 10 daga fyrirvara áður en farið er frá Íslandi. Greitt er fyrir skoðunarferðir áður en lagt er af stað frá Íslandi.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.