Prag er borg sem hæglega má bera saman við Róm og París enda er hún gríðarlega vinsæll áfangastaður. Metnaðarfullir arkitektar og listamenn hafa margir sett svip sinn á borgina í gegnum aldirnar með byggingum og listaverkum í gotneskum, barokk og endurreisnar stíl. Gotneski byggingarstíllinn gefur borginni ævintýralegt yfirbragð, auk þess sem hún hefur að geyma stærsta kastalasvæði veraldar samkvæmt Guinness Book of Records.
Verð?
OREA Hotel Pyramida | Nútímalegt 4☆ hótel í um 10 - 15 mínúta göngufjarlægð frá miðbænum.
Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 199.300kr.
Verð fyrir einstaklingsherbergi 241.900kr.
Don Giovanni Hotel | Nútímalegt 4☆ hótel í um 10 - 15 mínúta göngufjarlægð frá miðbænum.
Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 196.400kr.
Verð fyrir einstaklingsherbergi 233.200kr.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku.
- Hótel með morgunmat.
- Rúta frá flugvelli.
- Íslenskur fararstjóri.
Hvert fer ég að versla?
Palladium Praha er í 700m fjarlægð frá Old Town í miðri Prag. Hér má m.a. finna Diamoro Jewellery, Alo Diamonds, Adidas, Armani Exchange, C&A, Fjällräven, Gant, Gerry Weber, Guess, H&M, Lacoste, Lindex, Levi's, Karl Lagerfeld, Marks & Spencer, Wrangler, Samsung, Deichmann, Foot Locker og Helly Hansen.
Westfield Chodov er í 12km fjarlægð frá Old Town í miðri Prag. Hér má m.a. finna Ziaomi, Samsung, Lego, Douglas, Mac, Sephora, Cos, Michael Kors, Alo Diamonds, Nike, Converse, Crocs, Foot Locker, Steve Madden, Bershka, Hugo Boss, Calvin Klein, Calzedonia, Desigual, Diesel, Gant, Guess, H&M, Intimissimi, Jack & Jones, Karl Lagerfeld, Levi's, Lindex, Marc O' Polo, Marks & Spencer, Manuel Ritz, Massimo Dutti, Mavue, Oxalis Dessous, Pull & Bear, Simone Pérele, Replay, Tommy Hilfiger, Stradivarius og Zara.
Fashion Arena Prague Outlet er í 12km fjarlægð frá Old Town í miðri Prag. Hér má m.a. finna Adidas, Armani, Boss, Calvin Klein, Calzedonia, Corso Roma, Desigual, Diesel, Ecco, Gant, Guess, Gas, Helly Hansen, Karl Lagerfeld, Lacoste, Lee, Marc O' Polo, Nike, Ralph Lauren, Puma, Rossignol, Skechers, Steilmann, Samsonite, Triumph, Tommy Hilfiger, Under Armour, United Colors of Benetton og Wrangler.
Obchodní Centrum Nový Smíchov er í 3km fjarlægð frá Old Town í miðri Prag. Hér má m.a. finna Aldo, Armani Exchange, Bershka, Calvin Klein, CCC, Clinique, Crocs, Diamoro Jewellery, Diesel, Douglas, Dyson, Gabor, Gant, Hugo Boss, Intimissimi, Karl Lagerfeld, Levi's, Lindex, Mac, Marks & Spencer, Massimo Dutti, New Yorker, Reserved, Samsung Sephora, Stradivarius, Under Armour, Tommy Hilfiger og United Colors of Benetton.
Vissir þú að..
Tékkar eru þekktir fyrir að framleiða marga af bestu bjórum heims og hafa búið yfir því orðspori síðan Pilsner Urquell varð til árið 1842. Auk þekktari bjórtegunda Tékklands hefur á seinustu árum orðið mikil sprenging í framleiðslu handverksbjóra. Mikið úrval er af metnaðarfullum og spennandi veitingastöðum í borginni og hún þekkt fyrir að vera ódýr áfangastaður fyrir ferðamenn.
Miðbærinn er þétt byggður og hentugast að fara um hann fótgangandi, borgin er nánast byggð eins og völundarhús með miklum fjölda gatna og stræta sem hlykkjast um hana endilanga sem gerir hana að stórskemmtilegum áfangastað til að njóta þess að ganga um og uppgötva fallegar kapellur, notaleg kaffihús og gamaldags öldurhús sem leynast víðsvegar.
Vinárna Čertovka er þrengsta strætið í Prag og er ekki nema 50cm á breidd, sökum þessa eru umferðarljós við hvorn enda strætisins til að stýra umferð. Áður fyrr var mikill fjöldi slíkra stræta og mörg þeirra lágu að Vltava ánni. Hlutverk þeirra var að auðvelda aðgang að vatni og hægja á útbreiðslu elds ef það kæmi upp eldur í borginni.
Žižkov sjónvarpsturninn í Prag var byggður á árunum 1985-1992 á samnefndri hæð og var lengi vel þyrnir í augum íbúanna eins og flest frá tímum kommúnismans. Árið 2000 var 10 skúlptúrum af skríðandi börnum tímabundið komið fyrir á hliðum turnsins en þær voru hannaðar af listamanninum David Černý. Þessi viðbót við turninn varð gríðarlega vinsæl og ári seinna var þeim varanlega komið fyrir á turninum. Í dag er turninn eitt mest heimsótta kennileiti borgarinnar!
Prag er einnig þekkt sem The City of a Hundred Spires. Fékk borgin þetta gælunafn vegna hins mikla fjölda af turnum og spírum sem eru um alla borg.
Á miðöldum var Charles Square stærsta borgartorg Evrópu og er enn í dag með þeim stærstu.
Af öllum löndum Evrópu er ekkert sem hefur að geyma jafn marga kastala og Tékkland en þeir eru yfir 2000 talsins.