Dagur 1 | 15. Maí
Flogið er frá Keflavík til Riga í Lettandi rétt eftir miðnættið klukkan 00:30 og áætluð lending þar klukkan 07:05 þar sem tekið er á móti okkur og við keyrð á hótel.
Riga er afskaplega falleg borg og margt spennandi að sjá hér, til dæmis eitt stærsta samansafn af Art Noveau og Jugend byggingalist. Gamli bæjarhlutinn í Riga er á heimsminjaskrá UNESCO og auðvelt fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar þar. Hér eigum við frjálsan dag og gistum á hóteli.
Dagur 2 | 16. Maí
Hér eigum við frjálsan dag.
Dagur 3 | 17. Maí
Frjáls tími fyrri hluta dags. Við eigum flug áleiðis til borgarinnar Olbia á eyjunni Sardiníu klukkan 15:25 og áætluð lending þar klukkan 17:45. Við verðum sótt á flugvöllinn og keyrð á hótelið okkar í Olbia. Við borðum saman kvöldverð og gistum yfir nótt.
Dagur 4 | 18. Maí
Við hefjum þennan dag með morgunverði og síðan siglingu með ferju yfir til eyjunnar Korsíku þar sem við förum í skoðunarferð um eyjuna. Þennan dag munum við sjá og/eða heimsækja marga spennandi áfangastaði:
Að lokinni skoðunarferðinni borðum við saman kvöldverð og gistum á hóteli í Ajaccio.
Dagur 5 | 19. Maí
Morgunverður á hótelinu. Skoðunarferð dagsins hefst með heimsókn til Casone eða ”Napoléon’s Cave”, helli þar sem hann lék sér sem barn og minnismerki um hann var síðar reist. Næst keyrum við meðfram strandlengjunni og aðliggjandi eyjaklasa, Les îles sanguinaires, blóðþyrstu eyjunni eins og sjómenn kölluðu hana því skip strönduðu þar í gríð og erg. Keyrum aftur til Ajaccio og heimsækjum markað í bænum, frjáls tími til að kanna svæðið og/eða fá sér hádegisverð.
Eftir hádegið skoðum við gamla bæjarhlutann og byggingarnar þar frá 17. öld, meðal annars dómkirkjuna frá endurreisnartímabilinu þar sem Napóleon var skírður og kapelluna, Notre-Dame de la Miséricorde, tileinkaða verndardýrling bæjarins.
Seinasti áfangastaður dagsins er Place Foch torgið andspænis ráðhúsi bæjarins þar sem stytta af Napóleon klæddum sem konsúl og varinn af fjórum ljónum stendur en skjaldarmerki bæjarins eru ljón.
Að lokinni skoðunarferðinni borðum við saman kvöldverð og gistum á hóteli.
Dagur 6 | 20. Maí
Eftir morgunverð á hótelinu keyrum við af stað í áttina að þorpinu Cargèse sem er hvað þekktast fyrir fallegar kirkjur og skoðum þorpið. Næst sjáum við Calanques de Piana sem er á heimsminjaskrá UNECO og virðum fyrir okkur stórbrotið útsýnið þar áður en við endum í bænum Porto þar sem okkur gefst frjáls tími til að borða hádegisverð.
Seinni partinn munum við heimsækja Gorges de la Spelunca gljúfrið og samnefnda á, náttúran hér er vægast sagt gullfalleg. Einnig munum við heimsækja lítið fjallaþorp, Évisa og Sevi skarðið áður en við snúum aftur til Ajaccio þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á hóteli.
Dagur 7 | 21. Maí
Borðum morgunverð á hótelinu áður en farið er af stað til bæjarins Corte, miðstöðvar sögu og menningar eyjunnar auk þess sem háskóli hennar er þar. Við munum ferðast með lítilli lest og sjá Parc naturel régional de Corse náttúrugarðinn áður en við fáum frjálsan tíma til að borða hádegisverð.
Að honum loknum höldum við áfram til bæjarins Bastia og njótum útsýnisins er við keyrum í gegnum Golo dalinn. Þegar við komum til Bastia borðum við saman kvöldverð og gistum á hóteli.
Dagur 8 | 22. Maí
Eftir morgunverð leggjum við land undir fót og stefnum til bæjarins Aléria sem var byggður af Rómverjum, 259 árum fyrir okkar tímatal. Næst förum við í gegnum Larone gljúfur til strandbæjarins Sari-Solenzara við Tyrrenahafið, sjáum Ospedale stífluna og að lokum Col de Bavella þar sem gefst frjáls tími til að borða hádegisverð.
Endum daginn í hafnarbænum Porto Vecchio þar sem við munum borða saman kvöldverð og gista á hóteli.
Dagur 9 | 23. Maí
Morgunverður á hótelinu og síðan ferðumst við til Bonifacio þar sem við förum í ferju áleiðis til Santa Teresa Gallura á Sardiníu. Skoðunarferð dagsins tekur okkur víða um Sardiníu, við munum sjá og/eða heimsækja marga spennandi áfangastaði:
Síðan tökum við ferju til eyjunnar La Maddalena þar sem við fáum frjálsan tíma til að borða hádegisverð og skoða okkur um áður en förum af stað til Olbia þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á hóteli.
Dagur 10 | 24. Maí
Að loknum morgunverði förum við til Costa Smeralda strandarinnar sem fékk gælunafnið Smaragðsströndin vegna litar hafsins. Hér fáum við frjálsan tíma til að borða hádegisverð og njóta þess sem ströndin hefur upp á að bjóða þar til við förum á hótelið okkar og gerum okkur reiðbúin til að kveðja Sardiníu.
Við eigum flug frá Olbia til Riga í Lettlandi klukkan 18:25 og áætluð lending klukkan 22:35. Við verðum sótt á flugvöllinn og keyrð á hótelið okkar í Riga.
Dagur 11 | 25. Maí
Frjáls dagur í Riga þar til við verðum keyrð á flugvöllinn. Flugið okkar til Íslands er klukkan 22:45 og áætluð lending heima á Íslandi klukkan 23:40.