Dagur 1 | 2. Október
Ferðin hefst á flugi frá Keflavík til New York með íslenska fararstjóranum okkar klukkan 17:00 þar sem við lendum klukkan 19:10 á staðartíma. Við gistum á hóteli við við flugvöllinn [JFK]. Frjáls tími um kvöldið. Við gistum á Radisson Hotel JFK Airport.
Dagur 2 | 3. Október
Við fljúgum frá JFK til San José, höfuðborgar Costa Rica, klukkan 18:35 og áætluð lending í San José er klukkan 21:55 á staðartíma. Tekið verður á móti okkur á flugvellinum og fylgt út í rútuna sem keyrir okkur á hótel.
Við gistum á Park Inn San José Hotel.
Dagur 3 | 4. Október
Morgunverður á hótelinu og síðan lagt af stað í skoðunarferð um Cartago svæðið og San José borg. Fyrst förum við og skoðum Irazú eldfjallið og náttúruna þar í kring og njótum einstaks útsýnis ofarlega í fjallshlíðinni - á heiðskírum degi er hægt að sjá bæði Atlantshaf og Kyrrahaf frá hlíðinni.
Eftir þessa heimsókn förum við í stutta og þægilega skoðunarferð um borgina Cartago þar sem við sjáum til dæmis Basilica of Our Lady of Los Angeles kirkjuna sem er ein sú allra mikilvægasta í landinu.
Við gistum á Park Inn San José Hotel.
Dagur 4 | 5. Október
Snemmbúinn morgunverður á hótelinu áður en við verðum sótt í skoðunarferð dagsins. Við munum keyra í gegnum Braulio Carillo þjóðgarðinn í átt að Atlantshafi þar sem við förum um borð í bátinn sem tekur okkur til Tortuguero þjóðgarðsins. Garðurinn er um 21.000 hektarar af varðveittum regnskógi sem einnig eru heimkynni ótrúlegs fjölda af framandi dýralífi.
Seinnipartinn gefst okkur tækifæri á að heimsækja Tortuguero, þar eru nokkrir veitingastaðir, minjagripabúðir og barir.
Við gistum á hóteli í frumskóginum, Evergreen Lodge Tortuguero, þar sem við borðum saman kvöldverð og njótum einstaks umhverfisins.
Dagur 5 | 6. Október
Morgunverður á hótelinu. Þennan daginn förum við í bátsferð með leiðsögumanni um ár og bátaskurði Tortuguero þjóðgarðsins. Í þessari ferð gefst okkur magnað tækifæri til að sjá þessi framandi dýr í eigin umhverfi frá bátnum. Að lokinni bátsferð erum við keyrð upp á hótel.
Frjáls tími það sem eftir lifir dags. Við gistum á Evergreen Lodge Tortuguero.
Dagur 6 | 7. Október
Eftir morgunverð á hótelinu ferðumst við til bæjarins Guapiles með bát og borðum saman hádegisverð þar áður en við setjum stefnuna á Arenal svæðið. Þar er að finna gífurlegt magn af spennandi upplifunum og afþreyingu fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.
Frjáls tími eftir seinnipart dags. Við gistum á Magic Mountain Hotel.
Dagur 7 | 8. Október
Morgunverður á hótelinu og síðan heimsækjum við Mistico Adventure Park ævintýragarðinn þar sem leiðsögumaður fer með okkur og fræðir okkur um allt sem fyrir augu ber. Í ferðinni eru tvenn valkvæð stop, annarsvegar Rufous Garden þar sem við sjáum fugla og fánu og síðan Morpho fossinn sem er nefndur í höfuð firðilda sem finnast á svæðinu.
Í þessa ferð er mælt með viðeigandi fatnaði fyrir rakt loftslag. Við gistum á Magic Mountain Hotel.
Dagur 8 | 9. Október
Að loknum morgunverði förum við í létta fjallgöngu um Arenal Volcano eldfjallið og sjáum verksummerki eldgosa fortíðarinnar, plöntur og dýr. Eftir fjallgönguna heimsækjum við Ecotermales náttúrulaugarnar og heilsulindina og látum líða úr okkur eftir fjallið.
Frjáls tími um kvöldið. Við gistum á Magic Mountain Hotel.
Dagur 9 | 10. Október
Morgunverður á hótelinu og síðan förum við til Manuel Antonio þjóðgarðsins sem geymir margar fegurstu strendur landsins með hvítum sandi, túrkísbláu hafi og kyrrahafs gróðri.
Við gistum á Parador Nature Resort & Spa.
Dagur 10 | 11. Október
Það er ógleymanleg reynsla að heimsækja Manuel Antonio þjóðgarðinn. Við förum í þægilega gönguferð með vel þjálfuðum og reynslumiklum fararstjóra þjóðgarðarins og skoðum fjölbreyttan regnskóginn sem er varðveittur í 33 ára gömlum þjóðgarðinum, þjóðargersemi Costa Rica. Við fáum að sjá letidýr, fjöldann allan af ólíkum tegundum apa á ferðum sínum í gegnum trjágróðurinn að veiða silkimauraætur, ýmsar tegundir snáka (enginn þeirra er eitraður) þar sem þeir hvíla í hitabeltisregnskóginum og við munum heyra fuglasöng alls kyns fugla þar sem þeir fljúga yfir höfðum hópsins, forvitnir um okkur. Við getum auk þess valið að fara í gönguferð á eigin vegum um stíga þjóðgarðarins og notið þess að slaka á á ströndinni eftir að gönguferðinni með þjóðgarðsverðinum lýkur. Við lærum um sögu Quepoa þjóðflokksins og fortíð Costa Rica á þessu fallega svæði. Að lokum fáum við að njóta ferskra ávaxta og svalandi drykkja.
Við gistum á Parador Nature Resort & Spa.
Dagur 11 | 12. Október
Slakaðu á við sundlaugina, farðu í heilsulind (spa) í meðferðirnar sem eru í boði þar eða skráðu þig í aðra afþreyingu (kostar sérstaklega), til dæmis:
-Zip line
-Fara á hestbak
-Fara í flúðasiglingu
-Fara á brimbretti
Hægt er að fá flutning og fararstjóra á þessum degi. Við gistum á Parador Nature Resort & Spa.
Dagur 12 | 13. Október
Í dag förum við frá Manuel Antonio svæðinu til Heredia. Síðasta nóttin verður á Bougainvillea hótelinu sem er í Santo Domingo í Heredia. Þetta er rólegur bær í um 40 mínútna fjarlægð frá SJO flugvellinum. Á hótelinu er frábær þjónusta og á því er rólegt andrúmsloft og þægindi í hávegum höfð. Gullfallegur grasagarður umlykur hótelið, sem gestum finnst gaman að skoða sig um í.
Við gistum á Hotel Bougainvillea.
Dagur 13 | 14. Október
Þennan daginn verðum við keyrð út á Juan Santa Maria flugvöllinn fyrir flugið okkar til New York. Við gistum á Radisson Hotel JFK Airport.
Dagur 14 | 15. Október
Við fljúgum frá JFK flugvelli í New York klukkan 13:00 á staðartíma og áætluð lending heima í Keflavík klukkan 22:35.