Skoðunarferð um Kraká
Í þessari skoðunarferð er gengið um Kraká og sögufrægustu staðir og munir borgarinnar heimsóttir.
Við skoðum m.a. aðal markaðstorgið (Main Market Square), Sukiennice klæðasalinn (Cloth Hall), St. Mary's kirkjuna, gamla háskólasvæðið, hina konunglegu Wawel hæð og Wawel kastalann sem er einn stærsti kastali Evrópu en þar voru pólskir konungar krýndir og jarðaðir. Árið 1978 var kastalinn settur á fyrstu útgáfu heimsminjaskrá UNESCO. Saga Wawel dómkirkjunnar nær um þúsund ár aftur í tímann, þar fóru fram konunglegar athafnir og útfarir helstu merkismanna landsins s.s. skáld, biskupar og dýrlingar.
Gamli bærinn er afskaplega fallegur og ríkur af áhugaverðri sögu og því tilvalið að njóta gönguferðar um hann með leiðsögn.
Innifalið: Leiðsögumaður og aðgangur að bæði St. Mary's kirkjunni og konunglegu dómkirkjunni.
Lengd: 4 tímar
Verð krónur: 7.200 per mann
Auschwitz fangabúðirnar
Við förum sem leið liggur frá hóteli okkar i Krakow til hinna almræmdu Auschwitz útrýmingarbúða, svo kallað Auschwitz-Birkenau safnið. Staður þar sem hræðilegir atburðir áttu sér stað i Seinni Heimstyrjöldinni, staður þar sem milljónir manna voru myrtar af nasistum.
Safnið hefur orðið tákn fyrir þann hrylling og þjóðarmorð sem nasistar stóðu fyrir á árnum 1940-1944. Útrýmingabúðirnar voru settar á laggirnar árið 1940 í útjaðri bæjarins Auschwitz sem var innlimaður i Þriðja Ríkið. Þetta er ferð sem aldrei gleymist.
Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur að fangabúðunum.
Lengd: 7 tímar
Verð krónur: 12.900 per mann
Saltnámurnar í Wieliczka
Við keyrum til Wieliczka saltnámunar sem eru staðsettar við samnefndann bæ en þær eru á lista0 UNESCO, svo merkilegar þykja þær.
Námunar eru mjög vinsælar fyrir ferðamenn en þangað komu 1,7 milljóm manns á siðasta ári. Námurnar ná niður á 327 metra dýpi og eru 287 km langar. Farið er um neðanjarðarganga, hellar verða á vegi okkar og allskonar form og myndanir úr saltinu.
Saltið i grjótinu hefur myndað mismunandi og falleg form, við sjáum skúlptúra sem myndaðir hafa verið i bergið, en hitastig er um 14-16 gráður Celsius. Í raun erum við að fara í spennandi ferð sem tekur okkur neðanjarðar um allskonar skúmaskot.
Innifalið: Rúta, leiðsögumaður og aðgangur.
Lengd: 4-5 tímar
Verð krónur: 15.900 per mann
Bóka verður ferð fyrir 10 júlí. Þeir sem velja ferðina til Auschwitz-Birkenau og í Saltnámurnar þurfa að skila inn vegabréfsnúmerum, gildistíma og nöfnum eins og skráð eru í vegabréfi auk kennitölu. Senda þarf ferðaskrifstofunni tölvupóst sérstaklega vegna þessara tveggja ferða á netfangið info@transatlantic.is . Greiða þarf allar ferðir við skráningu að fullu og eru ferðirnar ekki endurgreiddar falli farþegi fá ferð eða komist ekki í hana einhverra hluta vegna skv upplýsingum erlendra samstarfsaðila sem sjá um bókanir og framkvæmd ferðanna.
Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.