Malta | Hótelið okkar

Grand Hotel Excelsior er glæsilegt fimm stjörnu hótel á Möltu í höfuðborginni Valletta. Í Valletta, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, má sjá gríðarlegt magn af tilkomumiklum barokk-ariktektúr og snotrum kaffihúsum og fleiri en 25 kirkjum sem bera vitni um aldagamla trúfestu Maltverja, sem eru nánast allir kaþólikkar.

Varnargarðar og virki frá sextándu öld umlykja Grand Hotel Excelsior og ólífugarðana sem finna má á sjálfu hótel svæðinu. Hótelið býr yfir þeirri sérstöðu að vera eina fimm stjörnu hótelið á Möltu sem er umvafið sögulegum arkitektúr. Dvöl á hótelinu er einstakt tækifæri til að drekka í sig stórbrotna sögu eyjunnar samhliða því að hvílast í sannkölluðum lúxus. Stórkostlegt útsýni er frá hótelinu og meðal annars hægt að sjá Marsamxett höfnina og Manoel virkið. Marsamxett höfnin er önnur af tveimur náttúrulegum höfnum borgarinnar og er hún ætluð snekkjum, þar er einnig Msida smábátahöfnin. Grand Hotel Excelsior státar af eigin smábátahöfn þar sem gestum býðst að leggja snekkjum sínum. Hin árlega bátasýning eyjarinnar er einmitt haldin í þeirri höfn þar sem hún er afar glæsileg.

Manoel virkið er varnargarður á Manoel eyju sem er skammt frá Valletta, staðsetning eyjunnar gerir henni kleift að stýra innganginum að Marsamxett höfninni. Skurðir og veggir virkisins voru mótaðir úr bergi eyjunnar. Virkið var upphaflega byggt af Mölturiddurunum milli áranna 1723-1755 fyrir tilstilli hins portúgalska stórmeistara reglunnar, António Manoel de Vilhena. Lagt var í miklar endurbætur og viðgerðir á virkinu árið 2010 vegna skemmda sem á því urðu í seinni heimsstyrjöld, sem og af völdum tímans. Virkið hefur til dæmis verið notað sem tökustaður fyrir hina vinsælu Game of Thrones þætti.

Staðsetning hótelsins er frábær hvað varðar aðgengi að flestum ferðamannastöðum á eyjunum. Skammt frá hótelinu er aðal-stoppistöðin fyrir rútur og þaðan er hægt að ferðast til allra bæja og þorpa á eyjunni. Grand Hotel Excelsior býður upp á fjölbreyttar skoðunarferðir fyrir þá gesti sína sem vilja einkaferðir í smærri bílum. Að auki býður hótelið upp á ferðir frá hótelinu að miðbæ Valletta tvisvar á dag.

Grand Hotel Excelsior státar af glæsilegum herbergjum með stórkostlegu útsýni yfir hafið sem og á sundlaugarsvæðið sem erfitt er að finna annars staðar á Möltu. Frítt Wi-Fi er í móttöku hótelsins, sem og öllum almennum svæðum og herbergjum gesta. Herbergi okkar gesta eru standard herbergi og leitast við að öll herbergi séu snúi að sjó eða sundlaugasvæðinu.

 

Vefur Hótelsins