Dagur 1 | 5. September
Flogið er frá Keflavík til Istanbúl klukkan 15:25 og áætluð lending þar klukkan 23:55 þar sem tekið er á móti okkur og við keyrð á hótelið okkar, La Quinta by Wyndham Istanbul Gunesli.
Istanbúl er gömul og stórkostleg borg sem á sér einstaka sögu og menningu, þar má sjá margvísleg áhrif hinna mismunandi heimsvelda sem réðu þar ríkjum. Borgin er þekkt fyrir spennandi útimarkaði, tilkomumiklar moskur og kirkjur, hallir, söfn og ríka matarmenningu.
Dagur 2 | 6. September
Hefjum daginn með morgunverði á hótelinu áður en haldið er af stað í skoðunarferð um borgina. Við heimsækjum margar þekktustu byggingar hennar auk þess að kynna okkur sögu borgar og þjóðar. Við munum heimsækja eftirfarandi áfangastaði í skoðunarferðinni:
Eftir skoðunarferðina njótum við saman hádegisverðar áður en við endum daginn á heimsókn til Alipasazade markaðarins þar sem okkur gefst frjáls tími til að skoða úrvalið þar. Hér er hægt að finna framandi jurtir og krydd, þjóðlega rétti eins og baklava, rahat lokum og rótsterkt tyrkneskt kaffi, hnetur og ávexti, minjagripi og handverk - svo eitthvað sé nefnt. Að lokinni heimsókn til Alipasazade höldum við aftur á La Quinta by Wyndham Istanbul Gunesli.
Dagur 3 | 7. September
Hefjum daginn með morgunverði á hótelinu áður en við förum í óhefðbundna skoðunarferð - siglingu um Bosporussund sem liggur milli heimsálfanna tveggja, Asíu og Evrópu. Við munum ýmist heimsækja eða sjá frá bátnum eftirfarandi kennileiti í skoðunarferðinni:
Eftir skoðunarferðina njótum við saman hádegisverðar á þjóðlegum tyrkneskum veitingastað áður en við heimsækjum Mısır Çarşısı markaðinn, sem gengur einnig undir heitunum Spice Bazaar eða Egyptian Bazaar. Hér gefst frjáls tími til að skoða úrvalið og gera góð kaup áður en við verðum keyrð aftur upp á La Quinta by Wyndham Istanbul Gunesli.
Dagur 4 | 8. September
Við hefjum þennan dag snemma. Brottför frá hótelinu okkar verður á milli klukkan 06:00 - 06:30 í átt að Gallipoli þar sem við munum sjá það sem áður voru vígvellir og heyra aðeins af þeim átökum. Skömmu eftir brottför munum við stöðva ferðalagið og fá okkur morgunverð. Áætluð mæting til Gallipoli verður um hádegi og við borðum saman hádegisverð þar áður en við förum með leiðsögumanni um svæðið. Við munum skoða og heimsækja eftirfarandi staði á Gallipoli svæðinu:
Að lokinni skoðunarferðinni keyrum við til borgarinnar Çanakkale þar sem við gistum á Troia Tusan Hotel.
Dagur 5 | 9. September
Morgunverður á hótelinu. Áfangastaðir dagsins eru í hetjulegri kantinum en þessi skoðunarferð hefst með heimsókn í rústir hinna víðfrægu borgar forn-Grikkja - Tróju. Fyrrum griðarstaður Helenu hinnar fögru, seinasti vígvöllur Akillesar og fæðingarstaður risavaxinna viðarhesta með farþegarými sem hljóp á tugum. Eftir að við höfum spókað okkur um í Tróju keyrum við áleiðis til borgarinnar Pergamon og borðum saman hádegisverð þar.
Við heimsækjum Bergama Museum í Pergamon og virðum fyrir okkur þá forngripi og fjársjóði sem þar eru geymdir áður en við endum dagskránna með stuttri stund af frjálsum tíma í hluta borgarinnar sem er þekktur fyrir skartgripi.
Við endum daginn í bænum Kuşadası þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á Odelia Resort Hotel.
Dagur 6 | 10. September
Eftir morgunverð á hótelinu keyrum við af stað í áttina að hinni fornu borg Ephesus, ein best varðveitta slíka borg heimsins. Auk Ephesus munum sjá og/eða heimsækja eftirfarandi staði á leið okkar til Ephesus:
Eftir þennan fyrri hluta dagsins munum við borða saman hádegisverð.
Að lokinni máltíð heimsækjum við einstaklega spennandi þorp sem ber nafnið Şirince. Sögu þorps og byggðar telja fornleifafræðingar að hægt sé að rekja þar til um ~300 árum fyrir upphaf okkar tímatals og er þorpið þekkt fyrir bæði framúrskarandi víngerð og svokallaðan einkennisbúning húsanna sem þar eru - hvít. Í þessum seinni dagskrárlegg dagsins munum við sjá og/eða heimsækja eftirfarandi staði:
Við endum daginn með ferðalagi aftur til Kuşadası þar sem við borðum saman kvöldverð og gistum á Odelia Resort Hotel.
Dagur 7 | 11. September
Borðum morgunverð á hótelinu áður en farið er af stað í átt að Pamukkale sem er sveitarfélag/bær og einskonar náttúrusvæði með stórbrotnu útsýni - nánast allt er þakið kalki sem hefur gefið svæðinu gælunafnið “Bómullarkastalinn” eða Cotton Castle. Þegar við komum til Pamukkale tökum við smá stund til að snæða hádegisverð og eiga stuttan frjálsan tíma áður en við skoðum rústir hinar fornu borgar Hierapolis. Þeir sem það vilja geta prófað að liggja í kristalbláu vatninu í náttúrulaugunum.
Seinasta heimsókn dagsins verður til borgarinnar Denizli og einnar af þekktari textílverksmiðjum hennar. Við borðum saman kvöldverð og gistum á Odelia Resort Hotel.
Dagur 8 | 12. September
Eftir morgunverð leggjum við land undir fót og höldum til borgarinnar Antalya, fimmtu stærstu borgar landsins og miðstöðvar ferðaþjónustu á svæðinu. Þegar við komum til Antalya förum við á hótelið okkar og skilum af okkur farangri. Frjáls tími það sem eftir lifir dags að undanskildum kvöldverðinum.
Við gistum á Porto Bello Resort & Spa.
Dagur 9 | 13. September
Frjáls dagur sem hægt er að njóta við ströndina, kanna borgina, njóta útsýnisins og heimsækja markaði eða jafnvel setja stefnuna á skoðunarferðir, heimsækja vatnagarð, fara í fiskveiði, á hestbak, flúðasiglingar eða köfun - svo eitthvað sé nefnt.
Hótelgistingin kemur með mat og drykkjum inniföldum - svokölluðum “All Inclusive” aðgangi þannig að þeir sem það kjósa geta einfaldlega sofið út og síðan tekið deginum rólega á hótelsvæðinu.
Ykkar er valið!
Við gistum áfram á Porto Bello Resort & Spa.
Dagur 10 | 14. September
Frjáls dagur sem hægt er að njóta við ströndina, kanna borgina, njóta útsýnisins og heimsækja markaði eða jafnvel setja stefnuna á skoðunarferðir, heimsækja vatnagarð, fara í fiskveiði, á hestbak, flúðasiglingar eða köfun - svo eitthvað sé nefnt.
Hótelgistingin kemur með mat og drykkjum inniföldum - svokölluðum “All Inclusive” aðgangi þannig að þeir sem það kjósa geta einfaldlega sofið út og síðan tekið deginum rólega á hótelsvæðinu.
Ykkar er valið!
Við gistum áfram á Porto Bello Resort & Spa.
Dagur 11 | 15. September
Frjáls tími þar til við skráum okkur út af hótelinu í hádeginu. Leiðsögumaður kemur og sækir okkur á hótelið klukkan 14:00 og keyrir okkur á flugvöllinn fyrir innanlandsflug til Cappadocia. Við lendingu þar förum við á hótelið okkar, El Puente Cave Hotel og snæðum saman kvöldverð.
Dagur 12 | 16. September
Hefjum daginn með morgunverði á hótelinu áður en við förum af stað í skoðunarferð um Cappadocia héraðið. Við munum sjá og/eða heimsækja eftirfarandi staði og kennileiti:
Við endum daginn með kvöldverði og síðan næturgistingu á hótelinu okkar, El Puente Cave Hotel í Cappadocia.
Dagur 13 | 17. September
Eftir morgunverð keyrum við af stað til höfuðborgar Tyrklands, Ankara, sem er um fjögurra tíma ferðalag. Við sjáum og/eða heimsækjum eftirfarandi staði og kennileiti:
Við endum daginn í Istanbúl með kvöldverði og gistum þar aftur á La Quinta by Wyndham Istanbul Gunesli.
Dagur 14 | 18. September
Heimfarardagur. Við erum sótt á hótel og keyrð á Istanbul Airport þar sem við eigum flug til Íslands klukkan 07:05, áætluð lending heima klukkan 10:00.