Ferðaáætlun

Dagur 1 | 29. júlí

Ferðin hefst á flugi frá Keflavík til Toronto með íslenska fararstjóranum okkar klukkan 17:05 þar sem við lendum klukkan 19:10 á staðartíma. Við eigum síðan flug áleiðis til Winnipeg klukkan 22:15 þar sem við lendum klukkan 23:55 á staðartíma. Eftir að við höfum sótt farangur okkar er keyrt á Hampton Inn by Hilton Winnipeg Downtown þar sem við gistum yfir nótt.

Dagur 2 | 30. júlí

Morgunverður á hótelinu er milli 08:00 - 10:00, að honum loknum verður farið í skoðunarferð um borgina á slóðir Vesturfaranna. Við förum á staði eins og University of Manitoba og heimsækjum íslenskudeildina þar, skrifstofur dagblaðsins Lögberg - Heimskringla, styttu af Jóni Sigurðssyni og ef tími gefst munum við heimsækja Assiniboine Park. Garðurinn skiptist í nokkra sjálfstæða hluta, dýragarð, einskonar grasagarð og höggmyndasafn svo eitthvað sé nefnt.

Þennan daginn er hægt að borða hádegis- eða kvöldverð á veitingastaðnum Brazen Hall sem er starfræktur af og í eigu Íslendinga.

Við gistum áfram á Hampton Inn by Hilton Winnipeg Downtown.

Dagur 3 | 31. júlí

Morgunverður á hótelinu er milli 08:00 - 10:00. Þennan daginn förum við í gönguferð um miðbæinn og skoðum okkur um svæði sem er þekkt sem The Forks, svo nefnt því þar mætast árnar Assiniboine og Red River. Síðan heimsækjum við Saint Boniface-hverfið sem er jafnan talað um sem franska hverfið áður en við endum daginn með heimsókn til mannréttindasafns borgarinnar, The Human Rights Museum.

Að lokinni gönguferð gefst frjáls tími það sem eftir lifir dags. Við gistum áfram á Hampton Inn by Hilton Winnipeg Downtown.

Dagur 4 | 1. ágúst

Morgunverður á hótelinu er milli 07:00 - 09:00. Þennan daginn munum við ferðast í átt að landamærum Kanada og Bandaríkjanna þar sem við förum í gegn áleiðis til borgarinnar Langdon í Norður-Dakóta. Á ferðalagi okkar munum við koma við í Icelandic State Park, kynna okkur garðinn og heimsækja safnið þar.

Við endum daginn í Langdon þar sem við gistum á Langdon Cobblestone Inn.

Dagur 5 | 2. ágúst

Morgunverður á hótelinu. Þennan daginn munum við heimsækja einn af þeim sjö bæjum sem mynda Íslendingasamfélagið ICA, Mountain, þar sem haldin er The Annual Deuce of August Icelandic Celebration hátíðin og tökum við þátt í dagskránni þar.

Klukkan 10:30 | Skrúðganga.

Klukkan 12:00 | Skoðunarferð með leiðsögumanni til bæjanna Gardar og Thingvalla sem tilheyra einnig ICA.

Klukkan 14:00 | Heritage program.

Við endum daginn í Langdon þar sem við gistum áfram á Langdon Cobblestone Inn.

Dagur 6 | 3. ágúst

Morgunverður á hótelinu og klukkan 09:00 leggjum við af stað aftur yfir landamærin til bæjarins Selkirk í Manitoba. Þegar þangað er komið gefst frjáls tími og er hægt að heimsækja einhverjar af þeim verslunum sem þar eru eins og Walmart, Canadian Tire, Mark's and Dollarama.

Við gistum á Canalta Selkirk.

Dagur 7 | 4. ágúst

Morgunverður á hótelinu. Við leggjum af stað klukkan 08:00 þennan daginn og setjum stefnuna á Icelandic Festival of Manitoba og tökum við þátt í dagskránni þar.

Klukkan 10:30 | Skrúðganga.

Klukkan 14:00 | Almenn dagskrá.

Við endum daginn á hótelinu okkar, Lakeview Gimli Resort.

Dagur 8 | 5. ágúst

Frjáls dagur í bænum Gimli með aðgangi að Gimli Museum.

Við gistum áfram á Lakeview Gimli Resort.

Dagur 9 | 6. ágúst

Þennan daginn er farið í skoðunarferð um New Iceland héraðið, svæðið Hecla og bæinn Arborg með heimsókn í safnið Arborg Museum.

Við gistum áfram á Lakeview Gimli Resort.

Dagur 10 | 7. ágúst

Við höldum áleiðis til Winnipeg þar sem við munum gista á Hampton Inn Airport.

Á leiðinni gefst möguleiki á að heimsækja Lower Fort Garry sem er sögulega mikilvæg bygging fyrir svæðið eða þá að koma við í Polo Park til að versla.

Dagur 11 | 8. - 9. ágúst

Byrjum daginn með morgunverði á hótelinu áður en við erum keyrð út á flugvöll. Við eigum flug til Toronto klukkan 14:35 á staðartíma og áætluð lending í Toronto klukkan 18:00. Flugið okkar til Íslands fer klukkan 21:00 á staðartíma og áætluð lending heima í Keflavík klukkan 06:20 á staðartíma þann 9. ágúst.