Búdapest | Ungverjaland

Búdapest | Ungverjaland

Búdapest er algjör gersemi, bæði vegna þeirrar fegurðar sem náttúran ljáir henni og metnaðarfullri hönnun íbúanna í gegnum aldirnar. Búdapest er vinsæll áfangastaðar fyrir matgæðinga og er landið þekkt fyrir ljómandi góð vín. Við mælum eindregið með heimsókn í baðhúsin og hveralaugarnar í borginni, úrvalið er fjölbreytt og jafn mikilvægur hluti af menningu Ungverja og sundlaugar okkar Íslendinga.

Hver er ferðaáætlunin?

Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.

Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina. 

Hvað kostar ferðin?

  • Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!

 

Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,

Hvert fer ég að versla?

Á flóamarkaðinum Ecseri Bolhapiac er hægt að gera afar góð kaup og hægt að finna allskonar skemmtilega antíkmuni og handverk. Þessi markaður er aðeins út fyrir vinsælustu ferðamannastaðina og margt spennandi að sjá í nágrenni við markaðinn. Gozdu Weekend Market er meira miðsvæðis og afar skemmtilegur. Lehel Market leggur meiri áherslu á mat og matvöru en aðrir samskonar markaðir og geta matgæðingar upplifað ósvikna ungverska matargerð hér.

Anna's Antiques er antíkverslun nærri miðbænum með mikið af spennandi og fallegum munum í góðu ásigkomulagi.

Westend Shopping Center er í 2.4km fjarlægð frá Budapest City Central. Hér má m.a. finna Bershka, C&A, Calvin Klein, Calzedonia, Guess, H&M, Hugo Boss, Lacoste, Levi's, Mango, Massimo Dutti, New Yorker, Pull & Bear, Stradivarius, Tommy Hilfiger, Zara, Amnesia, DKNY, Esprit, Obsessive, G-Star, Gant, Intimissimi, Kristóf Salon, Mayo Chix, Saxoo Londonc Converse, Deichmann, Ecco, Skechers og Springfield.

Arena Mall er í 2.9km fjarlægð frá Budapest City Central. Hér má m.a. finna Adidas, Armani, Bershka, Boss, Calvin Klein, Desigual, Gant, Guess, H&M, Hugo Boss, Karl Lagerfeld, Levi's, Michael Kors, Orsay, Zara, United Colors of Benetton, Stradivarius, Pull & Bear, Skechers, Samsonite, Högl, Ecco, Swarovski, Watch de Luxe, Foot Locker, Clinique, Inglot, Mac og Yves Rocher.

Campona Mall er í 15km fjarlægð frá Budapest City Central. Hér má m.a. finna Braga, Ccc, Deichmann, Sebastiano, Sinsay, Lacoste, Nike, Bugatti, Amnesia, C&A, Calzedonia, H&M, Mayo Chix, Orsay, Reserved, Retro Jeans, Thomas Breitling, Rossmann, Yves Rocher, Douglas, Devergo, A&A Jewelry og Bijou Brigitte.

Duna Plaza er í 6.5km fjarlægð frá Budapest City Central. Hér má m.a. finna Claudio Dessi, Goldenland, H&M, Yves Rocher, Women'Secret, Springfield, Rossmann, Retro Jeans, Tatuum, Reserved, Orsay, Mayo Chix, Deichmann og Calzedonia.

Vissir þú að..

Líkt og aðrar borgir á þessu svæði er saga hennar lituð af seinni heimsstyrjöldinni og má enn sjá ummerki þess á byggingum borgarinnar og í þeim minnisvörðum sem hafa verið reistir í kjölfarið. 

Borgin státar af miklum fjölda tilkomumikilla bygginga frá barokk-, art nouveau og nýklassík tímabilunum og því spennandi áfangastaður fyrir þau sem hafa áhuga á arkitektúr. 

Þekktustu rithöfundar, tónskáld og listamenn þjóðarinnar hafa búið í borginni og veglegustu söfn, listagallerí og leikhús landsins eru staðsett hér. Þau sem brenna fyrir listunum, sögunni og tilkomumiklum arkitektúr geta hæglega séð hví hún var þekkt sem drottning eða perla Danube árinnar.

Nafnið Búdapest varð til árið 1873 þegar að Buda, Óbuda og Pest borgarhlutarnir sitthvoru megin við ána Danube sem liggur í gegnum borgina voru sameinaðir. Borgin þróaðist afar hratt í kjölfarið og varð miðstöð verslunar og menningar.

Einungis ein bygging í borginni er hærri en 96 metrar og hófst smíði hennar árið 2019 þrátt fyrir mótmæli af hálfu íbúa. Ástæðan fyrir því að engar byggingar hærri en 96 metrar voru reistar fram að því má rekja til komu Magyar ættbálks að bökkum Danube árinnar árið 896. Ungverska þinghúsið og Szent Istvan Basilica eru bæði 96 metrar á hæð sem á að standa fyrir jafnvægið milli ríkis og trúar í landinu.

Í Búdapest er að finna elsta neðanjarðarlestarkerfi meginlands Evrópu, þriðja elsta á heimsvísu og það eina í heiminum sem er á heimsminjaská UNESCO. Það var opnað árið 1896 og var gefið nafnið The Millennium Underground í tilefni þúsaldarafmælis Ungverjalands. Kerfið er ennþá í notkun í dag og tengir saman Heroes' Square og Vörösmarty Square.

Harry Houdini var fæddur í Búdapest árið 1874 og gefið nafnið Erik Weisz.

Rubik kubburinn var búinn til í Búdapest árið 1974 af ungverska uppfinningamanninum og artiktektinum Ernő Rubik á meðan hann starfaði við Budapest College of Applied Arts.

Undir borginni er að finna völundarhús af rúmlega 200 neðanjarðarhellum og göngum. Hellarnir hafa að miklu leyti orðið til vegna hins gífurlega magns af heitum hverum sem má finna undir borginni. Margir af hellunum hafa verið opnaðir fyrir almenningi og er hægt að fara í skoðunarferð með leiðsögumanni. Undir Buda kastalanum er að finna Budavari Labirintus sem er hellakerfi með ríka sögu. Á miðöldum þjónaði það hlutverki fangelsis og sagan segir að Vlad Tepes eða Vlad the Impaler, innblásturinn fyrir Dracula í sögu Bram Stoker's, hafi dúsað þar um tíma.

Skoðunarferðir í boði í Búdapest

Í boði eru áhugaverðar og skemmtilegar ferðir með íslenskumælandi fararstjóra. Ferðirnar bjóða upp á kynningu á listum og menningu staðarains ásamt sögu og mannlífi. 

Lesa meira
Skoðunarferðir

Í boði eru spennandi og skemmtilegar ferðir með íslenskumælandi fararstjóra. Ferðirnar fela í sér kynningu á listum og menningu staðarins auk sögu og mannlífs.

Lesa meira