Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og hún er talin best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu og er á heimsminjaskrá UNESCO. Söfn, kirkjur, turnar og stórfenglegur arkitektúr gleðja augað. Í gamla borgarhlutanum er hægt að fylgjast með listamönnum og handverksmönnum að störfum. Mikið úrval veitingahúsa, kaffihúsa og skemmtistaða er að finna í borginni og margir þeirra við gamla bæinn svo þægilegt er að rölta á milli þeirra.
Hver er ferðaáætlunin?
Íslenskur fararstjóri fylgir farþegum frá Keflavík og inn á hótel á áfangastað þar sem aðstoðað er við innritun þegar er um að ræða hópferð þar sem óskað hefur verið eftir slíkri fararstjórn. Sama fyrirkomulag gildir á heimferð. Daglega verður hægt að setjast niður með fararstjóra á hóteli til að fá aðstoð eða upplýsingar, tímasetningar eru kynntar fyrir ferðina. Fararstjóri er með í öllum skoðunarferðum þar sem stærð hóps er umfram 10 manns.
Ef um einstaklinga eða smærri hópa án fararstjórnar er að ræða er aðeins tekið á móti farþegum ytra af aðila með nafni farþega og þeim ekið á hótel sé þess óskað. Sama fyrirkomulag gildir við heimferðina.
Hvað kostar ferðin?
- Verð ræðst af lengd ferðar og tíma árs sem farið er. Endilega hafið samband!
Innifalið: Flug og skattar, akstur milli flugvallar og hótels báðar leiðir, gisting ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn með hópum ef þess hefur verið óskað og er greitt fyrir það sérstaklega,
Hvert fer ég að versla?
Í gamla borgarhlutanum er að finna mikið af skemmtilegum búðum og mörkuðum sem selja matvöru, handverk og antík muni svo eitthvað sé nefnt.
Solaris Centre er í 700m fjarlægð frá Town Hall torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Bestbrands, Levi Design Shop, Watch | Wear, Women’secret, NS King, Pärl, Goldtime, Estonian Design House og iDeal.
T1 Tallinn Mall er í 4.6km fjarlægð frá Town Hall torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna A & A, Althea, ARA Footwear, Calzedonia, Douglas, Elegantum, Intimissimi, Matigold, Petroff, SWISS og Tomas Gold.
Ülemiste er í 4.7km fjarlægð frá Town Hall torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Aldo, Apranga, Bastion, Beauty Republic, Birgit, BonBon Lingerie, Bugatti, Calvin Klein, Denim Dream, Diamande, Ecco, Expressions, Gerry Weber, Grenardi, Guess, H&M, I.L.U, Lacoste, Levi's, Lindex, Massimo Dutti, Mora, Reserved, Samsung, Springfield, og Zara.
Stockmann er í 2.5km fjarlægð frá Town Hall torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Hugo Boss, Bugatti, Armani, Calvin Klein Jeans, Lee, Levi's, Marc O'Polo, Michael Kors, Ralph Lauren, Tommy hilfiger, Clarks, Lloyd, Vagabond, Sand Copenhagen, Canada Goose, DKNY, Didrikson, Karl Lagerfeld, Versace, Dr. Martens, Ilse Jacobsen og Vogue.
Nautica er í 1.9km fjarlægð frá Town Hall torginu í gamla bænum. Hér má m.a. finna Tradehouse, Instrumentarium, L Cosmetics, Marc & André, Deichmann, Given, H&M, House, Sports Direct, Alta, Baden, Tomas Gold, Sokisahtel, Triumph, Salamander, finfire, Horret og Mora.
Vissir þú að..
Lennusadam Seaplane Harbour safnið er aðeins um 2km frá Town Hall torginu. Þar er hægt að sjá skip og flugvélar í rýminu við höfnina og jafnvel fá sér að borða á veitingastaðnum. Þar eru m.a. kafbátur frá 1937 sem hægt er að skoða að innan og Maasilinn, sem er elsta skipið sem sokkið hefur innan Eistneskrar lögsögu, sem vitað er af. Að auki hefur safnið að geyma fjöldann allan af módelum, gömlum munum og fræðsluefni, myndbönd, texta og gagnvirkt efni. Safnið er staðsett á tveimur stöðum, annarsvegar við höfnina og síðan í Paks Margareeta turninum í gamla bænum og er þar á fjórum hæðum. Gestir eru hvattir til að gefa sér rúman tíma fyrir heimsókn í safnið enda margt spennandi að skoða.
Toompea Hill segir sögu Eistlands í gegnum þær byggingar sem standa í dag og rústirnar sem þær voru byggðar á. Leiðtogaskipti í landinu, bæði vegna stjórnarbreytinga landsmanna og vegna landvinninga annarra ríkja sést hér með áþreifanlegum hætti. Kastalinn á hæðinni var byggður á milli 1767-1773 á rústum virkis sem byggt var á 13.- og 14. öld af riddarareglu sem stofnuð var af Biskupnum í Riga. Bæði Svíar og Rússar stýrðu landinu um tíma og settu svip sinn á hæðina. Í dag er kastalinn heimili Eistneska þingsins. Samkvæmt þjóðsögum um hetjuna Kalevipoeg er faðir hans mögulega grafinn á hæðinni. Mælt er með góðum skóm fyrir göngu þegar farið er til Toompea.
Aleksander Nevski Katedraali dómkirkjan var byggð á Toompea hæðinni milli 1894-1900 þegar að landið tilheyrði rússneska keisaradæminu. Í henni eru m.a. 11 kirkjubjöllur sem voru gerðar í St. Pétursborg en sú stærsta vegur 16 tonn sem er meira en hinar til samans. Um 1924 var ákveðið að rífa kirkjuna þar sem hún þótti minnisvarði um kúgunarstjórn Rússa en vegna stærðar hennar varð ekkert úr þeim áætlunum. Eftir að Eistland öðlaðist aftur sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991 var dómkirkjan gerð upp og er afar tilkomumikil.
Kadriorg þýðir "Katrínar Dalur" og þar eru bæði Kadriorg höllin og garðurinn. Pétur Mikli Rússakeisari lét byggja höllina fyrir eiginkonu sína Katrínu. Garðurinn er gríðarlega stór og glæsilegur allur. Í garðinum er m.a. að finna Mikkli safnið sem hýsir tilkomumikið samansafn af innfluttum listaverkum og japanskan garð sem var hannaður af Masao Sone árið 2011.
Kumu listasafnið var opnað 2006 og hefur að geyma listasögu Eistlands seinustu hundruða ára sem og listaverk nútímans. Yfir árið eru haldnar 8-10 sýningar sem sýna ýmist söguleg verk eða verk starfandi listamanna. Upphaflega var stefnt á að safnið yrði byggt upp úr 1930 og hugmynd var valin 1936 en upphaf Seinni Heimsstyrjaldarinnar kom í veg fyrir að vinna við uppbyggingu safnsins hæfist. Eftir fall Sovétríkjanna var haldin önnur hugmyndakeppni og varð framlag hins finnska Pekka Vapaavuori fyrir valinu. Safnið er hið glæsilegasta og hlaut European Museum of the Year verðlaunin 2008.
Tallinna Teletorn turninn var fyrst opnaður fyrir almenningi 1980 og er 314m hár. Á 21 hæðinni, í 170m hæð, er útsýnispallur sem býður upp á ótrúlegt útsýni yfir borgina. Turninn býður upp á ýmsan fróðleik, hægt er að ganga meðfram brún útsýnispallsins og yfir glergólf.