Malta er einn mest spennandi áfangastaður Miðjarðahafsins með suðrænu veðurfari og mikið af sögulegum minjum eins og Megalithich hofin, ein elstu standandi mannvirki heimssögunnar. Í aldanna rás hafa fjölmargar þjóðir sett mark sitt á Möltu og menning eyjunnar því fjölbreytt og spennandi.
Við bjóðum upp á beint flug með Icelandair frá Keflavík til höfuðborgar Möltu, Valletta - Takmarkaður fjöldi sæta í boði !
Verð
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 299.000kr.
- Verð fyrir einstaklingsherbergi 388.900kr.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku.
- Flutningur milli hótels og flugvallar.
- Sjö nætur á 5★ hóteli | Morgunverður innifalinn.
- Íslenskur starfsmaður Trans-Atlantic á Möltu aðstoðar farþega.