Korsíka & Sardinía

Korsíka & Sardinía

Korsíka og Sardinía eru afar skemmtileg samsetning. Korsíka státar af háum fjöllum, gróskumiklum skógum og glitrandi strandlengjum í bland við snotur þorp í hliðum fjallanna og gömul virki frá miðöldum. Þessi franska eyja er sérlega athyglisverð vegna ítalskra áhrifa sem endurspeglast greinilega í tungumáli heimamanna, matargerð og hefðum - að auki er Korsíka fæðingarstaður Napóleon Bónaparte. Sardinía hinsvegar er þekktari fyrir sandstrendur sínar sem eru með þeim bestu við Miðjarðarhaf og fjölbreytni landslagsins sem er þakið af nuraghi - mannvirkjum sem svipar til íslensku varðanna. Matarmenning Sardiníu og víngerð heimamanna svíkur engan sem sækir eyjuna heim.

Verð

  • Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 598.500kr.
  • Verð fyrir eins manns herbergi 685.000kr.

Hvað er innifalið?

  • Flug með sköttum og tösku.
  • Hótel með morgunmat á Korsíku.
  • Hótel með morgunmat á Sardiníu.
  • Hótel með morgunmat í Riga.
  • Ferja milli Korsíku og Sardiníu.
  • Allur flutningur milli staða samkvæmt ferðaáætlun.
  • Allar skoðunarferðir í ferðaáætlun og aðgangur þar sem við á.
  • Íslenskur fararstjóri frá Íslandi.
  • Enskumælandi leiðsögumaður ytra.
Ferðaáætlun

Hér er að finna nákvæma ferðaáætlun þar sem farið er yfir hvern dag.

Lesa meira