Þjóðræknisfélag Íslendinga, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic, kynnir einstaka ferð á slóðir íslenskra landnema í Vesturheimi.
Í ferð okkar til Vesturheims, til Winnipeg og Gimli í Manitoba, munum við taka þátt í stórviðburðum í tilefni af 150 ára afmæli íslenskra byggða á þessum slóðum. Í ferðinni verður tekið þátt í fögnuði Vestur-Íslendinga í tveimur af helstu hátíðum þeirra: Íslendingahátíðinni „August the Deuce“ í Mountain, Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, og Íslendingadeginum í Gimli, Manitoba í Kanada. Haldið hefur verið upp á báðar þessar hátíðir í meira en 100 ár. Á ferð okkar munum við heimsækja fjölmörg íslensk samfélög í Manitoba og Norður-Dakóta, skoða fallega náttúru svæðisins og kynnast einstökum menningararfi þessara byggða. Á leiðinni gefst okkur tækifæri til að hitta afkomendur íslenskra landnema og skyggnast inn í daglegt líf þeirra og menningu.
Í dag dreifast afkomendur íslenskra landnema víða um Norður-Ameríku, en sérstaklega í Manitoba og Norður-Dakóta, þar sem tengsl við Ísland hafa verið varðveitt í gegnum hátíðir, félagsstarf og menningarviðburði.
Ferðin verður því einstakt tækifæri til að upplifa þessa merku sögu, njóta samvista við afkomendur landnemanna og sjá áhrif íslensks arfs í menningu og samfélagi Vesturheims.
Fararstjóri ferðarinnar er Kent Lárus Björnsson. Hann er kanadískur að uppruna en íslenskur í báðar ættir, stoltur Vestur-Íslendingur með íslenskt ríkisfang. Kent er menntaður leiðsögumaður og hefur á undanförnum árum leitt hópa í ferðalögum bæði um Ísland og víðs vegar um heiminn.
Honum til halds og trausts verður Hrannar Björn Arnarsson með í för. Hrannar er formaður Norræna félagsins, situr í stjórn Snorrasjóðs og hefur um árabil verið áhugamaður um sögu og menningu Íslendinga í Vesturheimi. Einnig mun formaður Þjóðræknisfélagsins, Pála Hallgrímsdóttir, taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt fleiri stjórnarmeðlimum.
Verð
- Verð fyrir félagsmenn Þjóðræknisfélags Íslendinga ↓
- Verð fyrir einstaklingsherbergi 569.700kr.
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 422.900kr.
- Almennt verð ↓
- Verð fyrir einstaklingsherbergi 581.700kr.
- Verð per einstakling í tveggja manna herbergi 437.400kr.
Athugið - Staðfestingargjald er 100.000 krónur og skal greitt í seinasta lagi 5. Apríl. Fullnaðargreiðsla á eftirstöðvum greiðist 20. Maí.
Hvað er innifalið?
- Flug með sköttum og tösku.
- Rúta alla ferðina.
- Hótel.
- Íslenskur fararstjóri.
- Morgunverður alla daga nema í Gimli.
- Aðgangur að söfnum í Arborg og Gimli.
- Matur í Arborg og Norður-Dakóta.
Hvað er ekki innifalið?
- Matur, nema í Arborg og Norður-Dakóta.
- ESTA (fyrir Bandaríkin).
- ETA (fyrir Kanada).
- Ferðatrygging.
- Þjórfé.